Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
   mið 01. október 2025 08:10
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Spurs
Powerade
Federico Valverde í leik með Real Madrid.
Federico Valverde í leik með Real Madrid.
Mynd: EPA
Powerade slúðurpakkinn er frekar stuttur og hnitmiðaður þennan miðvikudaginn. Manchester United hefur áhuga á leikmanni Real Madrid og Tottenham er orðað við varnarmenn.

Manchester United hefur áhuga á úrúgvæska miðjumanninum Federico Valverde (27) hjá Real Madrid og gæti gert tilboð á næsta ári. (Fichajes)

Innan Manchester United óttast menn að stjórinn Rúben Amorim (40) segi upp störfum áður en hann verður rekinn. (iPaper)

Tottenham er meðal líklegustu liða til að krækja í enska varnarmanninn Marc Guehi (25) hjá Crystal Palace. (CaughtOffside)

Thomas Frank stjóri Tottenham vill fá írska landsliðsvarnarmanninn Nathan Collins frá Brentford. (TBR)

Úrúgvæski miðjumaðurinn Rodrigo Bentancur (27) er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Tottenham. (Football.London)

Spænski miðjumaðurinn Dro Fernandez (17) hjá Barcelona hefur ekki áhuga á að fara til Englands en Arsenal, Chelsea og Manchester City hafa áhuga á honum. (TBR)

Fulham hyggst reyna við enska miðjumanninn Hayden Hackney (23) hjá Middlesbrough. (Football League World)
Athugasemdir