Manchester liðin og fleiri vilja Semenyo - Arsenal í viðræðum við Saka - Barcelona bíður með ákvörðun um Rashford
   mið 01. október 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Suarez með tvennu í tapi Inter Miami
Mynd: EPA
Luis Suarez skoraði tvennu þegar Inter Miami tapaði 5-3 gegn Chicago Fire í MLS deildinni í Bandaríkjunum.

Chicago var með 3-1 forystu í hálfleik en Suarez skoraði tvö mörk í röð áður en Chicago skoraði tvö mörk undir lokin.

Sigurinn þýðir að Chicago tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sjö ár. New York Red Bulls fer ekki í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í 15 ár.

Inter Miami er í 4. sæti í Austurdeild með 56 stig, sjö stigum á eftir toppliði Philadelphia Union þegar þrjár umferðir eru eftir.
Athugasemdir