Manchester liðin og fleiri vilja Semenyo - Arsenal í viðræðum við Saka - Barcelona bíður með ákvörðun um Rashford
   þri 30. september 2025 18:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Öruggt hjá Real Madrid - Mbappe sjóðandi heitur
Mynd: EPA
Kylian Mbappe var frábær hjá Real Madrid þegar liðið van Kairat Almaty í Kasakstan í dag.

Eins og búast mátti við var Real Madrid með þónokkra yfirburði en liðinu tókst ekki að brjóta ísinn fyrr en á 25. mínutu þegar Mbappe skoraði úr vítaspyrnu.

Mbappe bætti öðru markinu við þegar hann vippaði yfir markvörð Almaty eftir langa sendingu fram völlinn frá Thibaut Courtois. Hann skoraði síðan þennuna þegar hann skoraði með skoti rétt fyrir utan teiginn.

Eduardo Camavinga bætti fjórða markinu við áður en Brahim Diaz innsiglaði stórsigur Real Madrid með marki í uppbótatíma.

Real Madrid er með sex stig eftir tvær umferðir en Mbappe skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri gegn Marseille í fyrstu umferð. Kairat Almaty er án stiga.

Ademola Lookman var í byrjunarliði Atalanta í fyrsta sinn á tímabilinu eftir að hafa farið í verkfall í sumar þar sem hann vildi yfirgefa félagið.

Atalanta fékk Club Brugge í heimsókn. Christos Tzolis kom Club Brugge yfir en Lazar Samardzic jafnaði metin fyrir Atalanta með marki úr vítaspyrnu þegar rúmur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

Mario Pasalic tryggði síðan sigur Atalanta með marki undir lok leiksins. Bæði lið eru með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Kairat 0 - 5 Real Madrid
0-1 Kylian Mbappe ('25 , víti)
0-2 Kylian Mbappe ('52 )
0-3 Kylian Mbappe ('74 )
0-4 Eduardo Camavinga ('83 )
0-5 Brahim Diaz ('90 )

Atalanta 2 - 1 Club Brugge
0-1 Christos Tzolis ('38 )
1-1 Lazar Samardzic ('74 , víti)
2-1 Mario Pasalic ('87 )
Athugasemdir
banner