Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
   mán 29. september 2025 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nuno: Margt sem við þurfum að læra
Mynd: West Ham
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nuno Espírito Santo stýrði West Ham United í fyrsta sinn í kvöld og náði jafntefli á útivelli gegn Everton.

Hann var kátur að leikslokum enda var hann aðeins ráðinn inn á laugardaginn og fékk því einungis tvo daga með hópnum fyrir leik.

„Það er svo margt sem við þurfum að læra en ég er ánægður með framlagið og viðbrögðin eftir að hafa lent undir. Það er eitthvað jákvætt og eitthvað neikvætt og við munum ræða það á næstu dögum. Við þurfum að finna réttu lausnirnar sem henta fyrir þetta lið," sagði Nuno.

„Markmiðið okkar í dag var einfalt, við vildum berjast sem liðsheild og við gerðum það. Strákarnir stóðu sig vel. Við byrjuðum að verjast betur í seinni hálfleik og allur árangur byrjar þar. Strákarnir þurfa að skilja að fótboltaleikur snýst líka um hvernig við verjumst, varnarleikurinn er eitthvað sem við þurfum að vinna mikið í. Ég er viss um að þetta mun allt smella með tímanum.

„Núna snýst þetta um að hafa hlutina einfalda og einbeita okkur að ímynd liðsins. Við gerðum vel á erfiðum útivelli."


Crysencio Summerville var afar líflegur í liði West Ham og tjáði hann sig einnig að leikslokum, ásamt fyrirliðanum og markaskoraranum Jarrod Bowen.

„Ég held að strákarnir í liðinu viti alveg að með mig og Jarrod í liðinu þá er sniðugt að gefa okkur boltann og við reynum að töfra eitthvað fram. Við reyndum það í dag, lentum undir en héldum okkur inni í leiknum og náðum í stig. Ég er ánægður með stigið og mjög ánægður fyrir Jarrod að skora," sagði Summerville.

„Þjálfarinn breytti ekki miklu, hann er bara búinn að vera hérna í tvo daga. Við þurfum að byggja á þessu og mæta grimmir til leiks næsta laugardag."

Bowen tók undir með Summerville og talaði um að þetta sé mikilvægt stig fyrir liðið. Hann er sérstaklega ánægður með baráttuviljann í liðinu og að liðið hafi ennþá verið að leita að sigurmarki á lokamínútunum.

   29.09.2025 20:54
England: Nuno byrjar á jafntefli

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 6 5 0 1 12 7 +5 15
2 Arsenal 6 4 1 1 12 3 +9 13
3 Crystal Palace 6 3 3 0 8 3 +5 12
4 Tottenham 6 3 2 1 11 4 +7 11
5 Sunderland 6 3 2 1 7 4 +3 11
6 Bournemouth 6 3 2 1 8 7 +1 11
7 Man City 6 3 1 2 14 6 +8 10
8 Chelsea 6 2 2 2 11 8 +3 8
9 Everton 6 2 2 2 7 6 +1 8
10 Brighton 6 2 2 2 9 9 0 8
11 Fulham 6 2 2 2 7 8 -1 8
12 Leeds 6 2 2 2 6 9 -3 8
13 Brentford 6 2 1 3 9 11 -2 7
14 Man Utd 6 2 1 3 7 11 -4 7
15 Newcastle 6 1 3 2 4 5 -1 6
16 Aston Villa 6 1 3 2 4 6 -2 6
17 Nott. Forest 6 1 2 3 5 10 -5 5
18 Burnley 6 1 1 4 6 13 -7 4
19 West Ham 6 1 1 4 6 14 -8 4
20 Wolves 6 0 1 5 4 13 -9 1
Athugasemdir
banner