Víkingar eru með níu fingur á Íslandsmeistarabikarnum eftir að hafa unnið 3-2 útisigur gegn Stjörnunni í gær. Sigurmarkið kom í uppbótartíma en Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Stjörnunnar, tapaði boltanum á glórulausan hátt og Valdimar Þór Ingimundarson refsaði.
„Samúel Kári sefur ekki vel næstu vikurnar. Ég skil ekki hvað hann er að gera þarna, stígur inn á völlinn og Valdimar stendur bara. Hann er ekki að reyna að pressa eða vinna af honum boltann. Hann stígur inn í hann og Valdimar þakkar bara fyrir sig, er rólegur og rennir boltanum í hornið," segir Magnús Haukur Harðarson í Innkastinu.
„Samúel Kári sefur ekki vel næstu vikurnar. Ég skil ekki hvað hann er að gera þarna, stígur inn á völlinn og Valdimar stendur bara. Hann er ekki að reyna að pressa eða vinna af honum boltann. Hann stígur inn í hann og Valdimar þakkar bara fyrir sig, er rólegur og rennir boltanum í hornið," segir Magnús Haukur Harðarson í Innkastinu.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 3 Víkingur R.
„Þetta var bara móment deildarinnar í sumar, það byrjaði allt í einu að hellirigna í lokin og þessi mistök komu undir flóðljósunum á meðan stuðningsmenn Víkings hrópuðu 'Íslandsmeistarar'," segir Elvar Geir Magnússon í þættinum.
Þetta er bara besta liðið
Með sigrinum er erfitt að sjá Víkinga klúðra málum, þeir eru einum sigri frá titlinum, og Valur Gunnarsson segir að þeir séu einfaldlega verðskuldaðir Íslandsmeistarar þegar allt kemur til alls.
„Maður hefur verið að leita að 'Íslandsmeisturunum' allt þetta blessaða mót, hvaða lið er það besta. Við höfum talað um að það hefur vantað gír í Víking. Á nákvæmlega réttum tíma þá byrja leikmennirnir að skila og þetta er bara besta liðið," segir Valur.
Hann talar þó um að liðið leggist meira til baka undir stjórn Sölva Ottesen en það gerði undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Leikurinn í gær hefði ekki þurft að vera spennandi nema vegna þess að Víkingar fóru til baka eftir hlé.
„Þegar Víkingur var yfir í hálfleik þá hugsa ég að þeir séu bara miklu betra lið. Svo er fótboltinn svo fyndin íþrótt. Víkingar vita að þeir eru að vinna Íslandsmeistaratitil, falla til baka og Stjarnan byrjar að herja á þá. Þetta Víkingslið dettur mikið til baka og það stuðaði mig svolítið hvað þeir hleyptu Stjörnunni inn í leikinn," segir Valur Gunnarsson.
Án besta leikmanns deildarinnar
Í Innkastinu er einnig talað um að gleymst hafi í umræðunni að Víkingur hafi í sumar verið án eins besta leikmanns deildarinnar en Aron Elís Þrándarson sleit krossband í apríl.
„Við förum ekki í neina umræðu um íslenska boltann án þess að tala um að Valur hafi misst Patrick Pedersen. Maður minnist ekki á Aron Elís sem er besti leikmaður deildarinnar," segir Valur.
Valdimar Þór skoraði dramatískt sigurmark seint í uppbótartíma er Víkingar juku forskotið í sjö stig! ????
— Besta deildin (@bestadeildin) September 29, 2025
Stjarnan - Víkingur | #bestadeildin pic.twitter.com/wLdq5tNfHu
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 24 | 14 | 6 | 4 | 52 - 30 | +22 | 48 |
2. Valur | 24 | 12 | 5 | 7 | 54 - 38 | +16 | 41 |
3. Stjarnan | 24 | 12 | 5 | 7 | 45 - 38 | +7 | 41 |
4. Breiðablik | 24 | 9 | 9 | 6 | 39 - 37 | +2 | 36 |
5. FH | 24 | 8 | 8 | 8 | 42 - 36 | +6 | 32 |
6. Fram | 24 | 9 | 5 | 10 | 35 - 33 | +2 | 32 |
Athugasemdir