Sigurður Steinar Björnsson er uppalinn hjá Víkingi R. en hafði síðustu tvö sumur leikið með Gróttu og Þrótti R. í Lengjudeildinni.
Hann spilaði ekki á Íslandi í sumar vegna þess að þessa dagana leikur hann með UC Santa Barbara í bandaríska háskólaboltanum og átti hann frábæra björgun í síðasta leik liðsins.
Hann bjargaði með skemmtilegri hælspyrnu á marklínunni og vakti myndband af atvikinu mikla athygli vestanhafs.
Það var sýnt á sjónvarpsstöðinni risastóru ESPN í gær. Á hverjum sunnudegi tekur ESPN saman tíu bestu klippurnar úr bandaríska íþróttaheiminum og sýnir landsmönnum.
Björgun Sigurðs Steinars er síðasta klippan, bestu tilþrifin, í myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan.
STEINAR BJÖRNSSON ARE YOU KIDDING ???? That's the save of the year!#GoGauchos | #SCTop10 pic.twitter.com/ZtXlPd8GMt
— UC Santa Barbara Men's Soccer (@UCSBMensSoccer) September 27, 2025
Athugasemdir