Sparkspekingurinn Jamie Carragher segir að leiðir Rúben Amorim og Manchester United þurfi að skilja og það hið snarasta.
„Ég held að hann sé enn í starfinu því þeir sem stýra hjá Manchester United hafa gert svo mörg mistök innan og utan vallar að þeir vilja ekki viðurkenna að þeir hafi gert enn ein mistökin," segir Carragher.
Manchester United tapaði fyrir Brentford um helgina og hefur náð í 34 stig úr 33 leikjum með Amorim við stjórnvölinn. Liðið er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
„Ég held að hann sé enn í starfinu því þeir sem stýra hjá Manchester United hafa gert svo mörg mistök innan og utan vallar að þeir vilja ekki viðurkenna að þeir hafi gert enn ein mistökin," segir Carragher.
Manchester United tapaði fyrir Brentford um helgina og hefur náð í 34 stig úr 33 leikjum með Amorim við stjórnvölinn. Liðið er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
„Þetta hefur verið stórslys fyrir Man United og Rúben Amorim. Hann gerði magnaða hluti hjá Sporting í Lissabon en spilar leikaðferð sem hentar ekki Man Utnited. Því fyrr sem félagið lætur hann fara því betra því þetta hefur verið stórslys fyrir félagið og líka fyrir hann."
„Við erum bara að bíða eftir því óumflýjanlega, þú vilt ekki sjá menn missa starfið sitt en þessu þarf að ljúka sem fyrst."
Athugasemdir