Manchester liðin og fleiri vilja Semenyo - Arsenal í viðræðum við Saka - Barcelona bíður með ákvörðun um Rashford
   þri 30. september 2025 20:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Veðbankinn Epicbet borgar þeim sem veðjuðu á Víking sem meistara
Víkingar fögnuðu sigri í Garðabæ í gær.
Víkingar fögnuðu sigri í Garðabæ í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Veðbankinn Epicbet hefur greitt þeim aðilum út sem veðjuðu á Víking sem Íslandsmeistara.

Það bendir allt til þess að Víkingur verði Íslandsmeistari en liðið er með sjö stiga forskot þegar þrír leikur eru eftir af mótinu. Víkingur getur orðið Íslandsmeistari með sigri gegn FH um komandi helgi.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Víkingur R.

Stuðullinn á því að Víkingur yrði Íslandsmeistari var 2,7 á Epicbet fyrir mót.

Liðið vann dramatískan 2-3 útisigur á Stjörnunni í gærkvöldi en Stjarnan var fyrir leikinn líklegasta liðið til að ná Víkingum.

Frá tapinu gegn Bröndby hefur Víkingur unnið fimm leiki og gert eitt jafntefli - fengið tólf stigum meira en Valur sem var með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar á þeim tímapunkti.
Innkastið - Þjálfarakapall og Víkingar meistarar
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 24 14 6 4 52 - 30 +22 48
2.    Valur 24 12 5 7 54 - 38 +16 41
3.    Stjarnan 24 12 5 7 45 - 38 +7 41
4.    Breiðablik 24 9 9 6 39 - 37 +2 36
5.    FH 24 8 8 8 42 - 36 +6 32
6.    Fram 24 9 5 10 35 - 33 +2 32
Athugasemdir
banner
banner