Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
   mán 29. september 2025 19:39
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham nálgast met þegar kemur að hornspyrnum
Mynd: EPA
Varnarleikur West Ham United hefur verið agalegur á upphafi úrvalsdeildartímabilsins og sést það mest í föstum leikatriðum.

Hamrarnir eru að spila við Everton þessa stundina og lentu þeir undir eftir hornspyrnu í fyrri hálfleik. Þetta var fyrsta hornspyrna Everton í leiknum og fékk miðvörðurinn Michael Keane frían skalla til að skora.

West Ham hefur þar með fengið átta mörk á sig eftir hornspyrnur á tímabilinu, sem er fimm mörkum meira heldur en næstu lið.

Ekkert lið í úrvalsdeildarsögunni hefur fengið meira en 16 mörk á sig beint eftir hornspyrnur á einu tímabili. Hamrarnir eru komnir hálfa leið með að bæta metið.

Stjórnendur West Ham ráku Graham Potter úr þjálfarastarfinu um helgina og vonast til að Nuno Espírito Santo geti lagað varnarleik liðsins.
Athugasemdir