Davíð Smári Lamude er hættur sem þjálfari Vestra. Þetta kemur fram í opinberri tilkynningu félagsins.
Þessi ákvörðun kemur á óvart eftir að Vestri varð bikarmeistari í sumar en liðið er í harðri fallbaráttu í Bestu deildinni.
Úrslit síðustu leikja hafa ekki verið nægilega góð og eru einhverjir sem óttast að liðið falli niður um deild með þessu áframhaldi.
Vestri hefur tapað tveimur fyrstu heimaleikjunum eftir tvískiptingu deildarinnar, með fjögurra og fimm marka mun gegn ÍA og ÍBV. Á undan því komu 4-1 tapleikir á útivelli gegn Víkingi R. og KA og jafnteflisleikur heima gegn KR.
Vestri er aðeins tveimur stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir af Íslandsmótinu og eru framundan útileikir gegn KA og Aftureldingu.
„Vestri stendur í þakkarskuld við Davíð og þeim árangri sem hann hefur náð, að koma liðinu upp í efstu deild, halda liðinu í efstu deild og verða bikarmeistari á þremur tímabilum er ekkert annað en stórkostlegt afrek," segir í tilkynningu Vestra.
„Stjórn meistaraflokksráðs þakkar Davíð Smára kærlega fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í næsta verkefni. Fréttir af þjálfaramálum verða tilkynntar þegar það liggur fyrir."
29.09.2025 18:46
Davíð Smári hættur með Vestra
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 24 | 9 | 6 | 9 | 30 - 29 | +1 | 33 |
2. KA | 24 | 9 | 5 | 10 | 35 - 44 | -9 | 32 |
3. ÍA | 24 | 9 | 1 | 14 | 33 - 45 | -12 | 28 |
4. Vestri | 24 | 8 | 3 | 13 | 23 - 37 | -14 | 27 |
5. Afturelding | 24 | 6 | 7 | 11 | 33 - 42 | -9 | 25 |
6. KR | 24 | 6 | 6 | 12 | 46 - 58 | -12 | 24 |
Athugasemdir