Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
   mán 29. september 2025 19:28
Ívan Guðjón Baldursson
Þrír Íslendingar á skotskónum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Svansson
Mynd: Sandefjord
Íslendingarnir sem leika erlendis áttu mjög góðan dag og komust þrír þeirra á blað.

Mikael Neville Anderson var meðal bestu leikmanna í liði Djurgården sem rúllaði yfir Sirius í efstu deild í Svíþjóð. Hann skoraði tvennu í 8-2 sigri og er Djurgården í sjöunda sæti deildarinnar, þremur stigum frá Evrópusæti þegar fimm umferðir eru eftir.

Anderson lagði einnig upp fyrir August Priske sem skoraði þrennu í stórsigrinum.

Göteborg er í sömu Evrópubaráttu, þremur stigum fyrir ofan Djurgården eftir sigur á útivelli gegn Öster. Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliðinu og innsiglaði sigurinn með marki á 89. mínútu.

Staðan var markalaus þegar Öster missti mann af velli með rautt spjald og nýttu gestirnir frá Gautaborg sér liðsmuninn. Lokatölur 0-2.

Í norska boltanum tók botnlið Haugesund á móti Sandefjord og skoraði Stefán Ingi Sigurðarson annað mark leiksins í sigri gestanna. Sandefjord siglir lygnan sjó í efri hluta deildarinnar, með 31 stig eftir 22 umferðir.

Í næstefstu deild í Noregi var Davíð Snær Jóhannsson í byrjunarliði Álasunds sem tapaði á útivelli gegn Odd. Staðan var markalaus í hálfleik en leikmaður Álasunds lét reka sig af velli með tvö gul spjöld.

Tíu leikmenn gestanna réðu ekki við Odd og töpuðu 1-0, en þeir eru í harðri baráttu um sæti í efstu deild þrátt fyrir tapið. Álasund er sem stendur þremur stigum frá sæti í Eliteserien.

Ólafur Guðmundsson og Hinrik Harðarson voru ónotaðir varamenn í sitthvoru liðinu.

Í Danmörku varði Elías Rafn Ólafsson mark Midtjylland í 2-1 sigri gegn Randers. Midtjylland er í öðru sæti deildarinnar, með 21 stig eftir 10 umferðir.

Að lokum kom Emelía Óskarsdóttir við sögu undir lokin í frábærum endurkomusigri HB Köge gegn FC Nordsjælland í efstu deild kvenna. Köge er á toppi deildarinnar með 18 stig eftir 7 umferðir.

Djurgarden 8 - 2 Sirius
1-0 A. Priske ('5)
2-0 Mikael Neville Anderson ('10)
3-0 A. Priske ('19)
3-1 I. Bjerkebo ('29)
4-1 J. Okkels ('39)
4-2 L. Walta ('61)
5-2 T. Nguen ('64)
6-2 Mikael Neville Anderson ('67)
7-2 A. Prise ('72)
8-2 B. Hegland ('87)

Öster 0 - 2 Göteborg
0-1 M. Fenger ('62)
0-2 Kolbeinn Þórðarson ('89)
Rautt spjald: I. Kricak, Öster ('51)

Haugesund 2 - 3 Sandefjord
0-1C. Cheng ('20)
0-2 Stefán Ingi Sigurðarson ('32)
1-2 S. Diarra ('45+6, víti)
2-2 T. Nyhammer ('59)
2-3 F. Pedersen ('81)

Odd 1 - 0 Aalesund

Midtjylland 2 - 1 Randers

Nordsjælland 2 - 3 HB Köge

Athugasemdir
banner