Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
   mið 01. október 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Osimhen: Galatasaray er besta lið í heimi
Mynd: EPA
Victor Osimhen var hetja Galatasaray þegar liðið vann Liverpool í 2. umferð deildarkeppni Meistaradeildarinnar í gær. Hann skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu.

Þetta var fyrsta mark hans fyrir liðið í Meistaradeildinni og þá varð hann fyrsti Nígeríumaðurinn til að skora tíu mörk í Meistaradeildinni. Þetta var fyrsti leikurinn hans í byrjunarliðinu eftir meiðsli.

„Hamingjuóskir til liðsins. Þetta var mjög erfiður andstæðingur, enginn hafði trú á okkur nema stuðningsmennirnir. Ég var í þrjár vikur í burtu frá stuðningsmönnunum," sagði Osimhen.

„Fyrir mér er þetta besta lið í heimi. Ástæðan fyrir því að ég kom hingað er vegna stuðningsmannana. Ég er stoltur af því að þeir styðja mig svo mikið. Ég elska Galatasaray og stuðningsmennina svo mikið."
Athugasemdir
banner