Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
   þri 30. september 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola ræddi um Savinho, O'Reilly og Rodri
Mynd: Manchester City
Mynd: EPA
Pep Guardiola þjálfari Manchester City vill halda kantmanninum Savinho og býst við að hann muni skrifa undir nýjan samning við félagið á næstunni.

Brasilíumaðurinn var orðaður við Tottenham í sumar en Man City neitaði að selja hann. Hann er 21 árs gamall og búist er við að hann sé að gera samning við City sem gildir til 2031.

„Það fer ekki á milli mála að við viljum halda honum hjá félaginu. Kannski var tilboðið frá Tottenham ekki nógu gott, ég veit ekki hvernig það þróaðist. Það er ekki mitt hlutverk," sagði Guardiola meðal annars eftir stórsigur gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

„Hann er frábær leikmaður sem getur spilað á báðum köntum og fékk mikið af mínútum á síðustu leiktíð. Hann er ótrúlega fljótur og líka mjög ungur.

„Rico (Lewis) og Nico (O'Reilly) eru báðir búnir að skrifa undir og núna styttist í Savinho. Fyrir það skrifaði Rúben (Dias) líka undir samning. Við viljum sýna leikmönnunum okkar að við viljum hafa þá áfram hjá félaginu og ég er mjög ánægður með alla nýju samningana."


Guardiola hrósaði Nico O'Reilly sérstaklega og ræddi einnig um meiðslavandræði Rodri.

„Nico verður sífellt betri og betri og með hann í liðinu höfum við held ég bara tapað einum leik - úrslitaleik FA bikarsins gegn Crystal Palace. Þegar hann er ekki með þá töpum við bara. Hann hjálpar okkur mjög mikið, við erum virkilega ánægðir með hann.

„Rodri er aftur meiddur á sama hné. Hann sagði við mig á æfingu að hann gæti ekki spilað útaf sársaukanum. Það þýðir að einhver annar verður að spila."


Rodri spilaði 90 mínútur í jafntefli gegn Arsenal fyrir rúmri viku en var ekki í hóp í síðustu leikjum gegn Huddersfield og Burnley.

   25.09.2025 23:30
Man City að ná samkomulagi við Savinho

Athugasemdir