sun 01. desember 2019 21:47
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ítalía: Napoli í vandræðum - Sigur hjá Roma
Bologna sigraði Napoli.
Bologna sigraði Napoli.
Mynd: Getty Images
Roma hafði betur gegn Verona
Roma hafði betur gegn Verona
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Napoli fékk Bologna í heimsókn og Verona tók á móti Roma.

Napoli lenti í vandræðum þegar Bologna kom í heimsókn, staðan var góð fyrir heimamenn í hálfleik eftir mark Fernando Llorente á 41. mínútu.

Seinni hálfleikurinn var hins vegar ekki jafn góður og gestirnir settu þá tvö mörk, Andreas Skov Olsen skoraði á 58. mínútu og Nicola Sansone skoraði svo sigurmarkið þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Niðurstaðan 1-2 tap Napoli gegn Bologna sem er nú í 12. sæti með 16 stig. Napoli er í 7. sæti með 20 stig.

Napoli 1 - 2 Bologna
1-0 Fernando Llorente ('41 )
1-1 Andreas Skov Olsen ('58 )
1-2 Nicola Sansone ('80 )

Verona og Roma áttust við í lokaleik dagsins sem er nú ný lokið. Þar komust gestirnir yfir með marki frá Justin Kluivert á 17. mínútu. Það liðu aðeins fjórar mínútur þar til staðan var orðin jöfn, Davide Faraoni jafnaði metin fyrir heimamenn á 21. mínútu.

Þriðja mark þessa leiks var skorað á 45. mínútu og það gerði Diego Perotti leikmaður Roma úr vítaspyrnu. Eina mark seinni hálfleiks gerði Armeninn Henrikh Mkhitaryan á 90. mínútu og gulltryggði þar með sigur Roma.

Roma í 4. sæti með 28 stig en Verona í 8. sæti með 18 stig.

Verona 1 - 3 Roma
0-1 Justin Kluivert ('17)
1-1 Davide Faraoni ('21)
1-2 Diego Perotti ('45, víti)
1-3 Henrikh Mkhitaryan ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner