Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 01. desember 2020 22:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp hljóp beint að Kelleher eftir leikinn
Kelleher og Klopp eftir leikinn.
Kelleher og Klopp eftir leikinn.
Mynd: Getty Images
Hinn 22 ára gamli Caoimhin Kelleher kom inn í markið hjá Liverpool gegn Ajax í Meistaradeildinni í kvöld.

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Liverpool áfram í 1. sæti - Hvað gerist í B-riðli?

Kelleher var að spila sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni en honum var treyst frekar en Spánverjanum Adrian. Alisson, aðalmarkvörður Liverpool, er að glíma við meiðsli.

Kelleher kom inn í liðið, hélt hreinu og varði nokkrum sinnum vel. Hann átti heilt yfir mjög flottan leik og gerir væntanlega tilkall í að byrja næsta deildarleik gegn Úlfunum ef Alisson verður enn frá eins og búist er við. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, talaði um það fyrir leikinn í kvöld að það yrði ólíklegt að Alisson verði með gegn Úlfunum.

„Hann lítur ekki út eins og markvörður, en hann átti frábæran leik," sagði Hjörvar Hafliðason í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport.

Klopp hljóp beint til Kelleher og faðmaði hann eftir leikinn.

„Adrian hefur staðið sig frábærlega fyrir okkur og haldið oft hreinu. En við þurftum á fótboltahæfileikum Caoimhin Kelleher að halda. Hann er líka góður í að verja skot... ég er mjög ánægður hversu rólegur og góður hann var," sagði Klopp um Írann.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner