Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 01. desember 2020 12:17
Elvar Geir Magnússon
Mögulega dró lyfjakokteill Maradona til dauða
Diego Maradona lést í síðustu viku.
Diego Maradona lést í síðustu viku.
Mynd: Getty Images
Diego Maradona hafði fengið uppáskrifaðan kokteil af lyfjum, þar á meðal þunglyndis- og geðrofslyf sem notuð eru við geðhvarfasýki. Þetta fullyrða argentínskir fjölmiðlar.

Sérfræðingar telja að mögulega hafi lyfjakokteill aukið álagið á hjarta Maradona með þeim afleiðingum að hann lést síðasta miðvikudag.

Dalma, Gianinna og Jana, dætur Maradona, kenna Leopoldo Luque, einkalækni Maradona, um andlát föðurs sins og telja hann hafa starfað af miklu gáleysi og vanrækslu.

Luque hefur visað þessum ásökunum á bug.

„Ef ég er ábyrgur fyrir einhverju þegar kemur að Diego þá var það að elska hann, hugsa um hann, bæta líf hans til enda og framlengja það. Einhver er að reyna að finna blóraböggul sem er ekki til staðar. Við gerðum öll það besta sem við gátum með Diego," segir Luque.
Athugasemdir
banner
banner