Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 01. desember 2020 21:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara Björk: Viljum gera eitthvað á EM
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, sat fyrir á Teams-blaðamannafundi í Ungverjalandi eftir að ljóst varð að Ísland verður á meðal þáttökuþjóða á EM næsta sumar.

Ísland fer beint á mótið sem eitt af þremur liðum með bestan árangur í öðru sæti í undanriðlunum.

„Þetta er geggjuð tilfinning. Þessi undankeppni er búin að taka sinn tíma. Það hefði verið skemmtilegt að fagna beint eftir leikinn í dag, en við þurftum að bíða í nokkra tíma," sagði Sara en mikil fagnaðarlæti heyrðust á bak við hana.

„Það var smá stress í gangi, en það er geðveik tilfinning að vera búin að tryggja sig á EM."

Mótið fer fram sumarið 2022 en þetta er fjórða Evrópumótið í röð sem Ísland fer á.

„Þetta er löng bið, en þetta eru bara kringumstæðurnar. Við erum búnar að tryggja okkur þrisvar áður og í þetta skiptið viljum virkilega ná einhverju almennilegu markmiði og gera eitthvað á EM."

Á EM 2017 tapaði Ísland öllum leikjum sínum og féll úr leik í riðlakeppninni. Er liðið betur undirbúið fyrir stórmót núna en þá?

„Við erum búnar að vera með ótrúlega sterkan hóp í þessari undankeppni. Við vorum vel undirbúin fyrir 2017, en við áttum ekki gott mót. Við náðum ekki að sýna hvað í okkur bjó - núna er tækifæri til þess. Það eru sterkir leikmenn búnir að koma inn í hópinn. Það er langur undirbúningur framundan."
Athugasemdir
banner