Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   mið 01. desember 2021 11:17
Elvar Geir Magnússon
Howe fékk sér aldrei sæti: Erfitt að gefa einhver loforð
Mun Newcastle falla niður í Championship-deildina?
Mun Newcastle falla niður í Championship-deildina?
Mynd: EPA
Howe var líflegur á hliðarlínunni.
Howe var líflegur á hliðarlínunni.
Mynd: EPA
Newcastle United er enn límt við botn ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa gert jafntefli gegn Norwich í gær. Newcastle hefur spilað fjórtán leiki en ekki enn fagnað sigri. Ekkert lið sem hefur verið án sigurs á þessum tímapunkti hefur náð að halda sér í ensku úrvalsdeildinni.

Sífellt fleiri augu beinast að Newcastle eftir að Sádi-Arabarnir keyptu félagið sem nú er kallað það „ríkasta í heimi". Það verður þó líklegra með hverri umferðinni að liðið spili í Championship-deildinni á næsta tímabili.

„Þetta er risastór áskorun fyrir okkur og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því hvaða erfiða verkefni við erum í. Við verðum að ná í þá sigra sem við þurfum, jafntefli munu ekki duga," segir Eddie Howe, stjóri liðsins, sem fékk bæði að sjá það besta og versta frá sínu liði í gær.

Hann var mjög líflegur á hliðarlínunni, hvatti sína menn áfram og fékk sér aldrei sæti á bekknum.

„Við þurfum að fá liðsandann til að framkvæma það sem við þurfum og mér finnst andinn hafa aukist. Það er lykilatriði fyrir okkur að hann haldi áfram að vaxa."

Newcastle mætir Burnley, öðru liði í fallbaráttunni, á laugardag og svo koma erfiðir leikir í desember gegn Leicester, Liverpool, Manchester City og Manchester United.

Mikið hefur verið talað um komandi janúarglugga hjá Newcastle en Howe segir að þó fjármagnið sé til staðar sé ekki hlaupið að því að fá leikmenn til að mæta í fallbaráttuna í norðrinu.

„Það er mjög erfitt að gefa einhver loforð og segja að við munum klárlega eyða peningum og fá leikmenn. Ég get samt lofað því að eigendurnir munu styðja mig og liðið í að reyna að ná markmiðum okkar. Janúar er afskaplega erfiður tími til að styrkja sig, sérstaklega þegar staðan í deildinni er erfið," segir Howe.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner