Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 01. desember 2022 15:38
Elvar Geir Magnússon
Feikilega tæpur rangstöðudómur - Af hverju fór Taylor í skjáinn?
Rangstaða?
Rangstaða?
Mynd: Skjáskot
Mynd: Getty Images
Það er dramatík í lokaumferð F-riðils en staðan er enn markalaus í viðureign Króatíu og Belgíu. 37 mínútur eru liðnar þegar þessi orð eru skrifuð.

Enski dómarinn Anthony Taylor dæmdi Króötum vítaspyrnu áðan og Luka Modric var að gera sig kláran í að taka spyrnuna þegar Taylor var skyndilega ráðlagt að fara í VAR skjáinn.

Eftir að hafa skoðað endursýningar dæmdi hann rangstöðu á Dejan Lovren í aðdragandanum en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var það feikilega tæpur dómur.

„Þetta er ruglandi. Ég hélt að það væri tæknin sem sæi um að dæma rangstöður. Af hverju fór hann í skjáinn? Af hverju er honum ekki bara sagt í 'eyrað' að þetta hafi verið rangstaða og því ekki vítaspyrna. Það er glórulaust að dómarar þurfi að fara í skjáinn að skoða mögulegar rangstöður," segir Jermaine Jenas, sérfræðingur BBC.

Marokkó er 2-0 yfir gegn Kanada í hinum leiknum. Belgar, sem eru næstefsta lið heimslistans, eru á heimleið eins og staðan er.

Svona er staðan í riðlinum eins og staðan er: Marokkó 7 stig, Króatía 5 stig, Belgía 4 stig, Kanada 0 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner