Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 01. desember 2022 17:08
Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgríms: Sá sem lætur Lovren líta vel út er góður
Josko Gvardiol vígalegur.
Josko Gvardiol vígalegur.
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Jamaíku, var afskaplega hrifinn af Josko Gvardiol, tvítugum varnarmanni Króatíu, í markalausa jafnteflinu gegn Belgíu. Stigið tryggði Króötum sæti í 16-liða úrslitum.

„Sá leikmaður sem getur látið Dejan Lovren líta vel út, hann er góður varnarmaður," sagði Heimir í HM stofunni á RÚV.

„Hann bjargaði nokkrum sinnum vel varnarlega en hann var líka góður í uppspili og kom inna á síðasta sóknarþriðjung og var skapandi."

„Þessi leikmaður fer í eitthvað stórlið mjög fljótlega," sagði Heimir en eins og áður sagði er Gvardiol aðeins tvítugur og spilar með RB Leipzig. Hann hefur verið orðaður við stórlið í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner