Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   fös 01. desember 2023 22:54
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Karólína Lea í leik kvöldsins
Karólína Lea í leik kvöldsins
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gleðin var ósvikinn hjá liði Íslands eftir dýrmætan 2-1 sigur liðsins á Wales í kvöld, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir leikmaður Íslands lét bíða eftir sér í viðtal enda upptekin við að fagna í klefanum syngjandi Eurovision slagarann This is my life með liðinu í klefanum að leik loknum. Brosmild og kát mætti hún þó í viðtal og játaði ástæður tafarinnar.

Lestu um leikinn: Wales 1 -  2 Ísland

„Það passar, það var smá partý inn í klefa. Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur.“

Um leikinn sjálfan sagði Karólína sem átti þátt í báðum mörkum Íslands.

„Wales eru mjög góðar á boltann eins og sást. Mikið að spila þríhyrninga þannig að þetta var mjög erfiður leikur. Mér fannst við geri virkilega vel hvað varðar hlaup á bakvið línu og svoleiðis þannig að þegar við vorum með boltann þá höfðum við möguleikann að setja hann afturfyrir vörn þeirra. sem hefur vantað í síðustu leikjum.“

Lið Íslands átti þó í talsverðu basli fram að fyrsta marki leiksins og óhætt að segja að það hafi í raun komið gegn gangi leiksins. Mikill léttir að ná að skora fyrsta markið?

„Það er alltaf léttir að skora. Við erum oft góðar í að skora upp úr engu en það var gríðarlega sætt að sjá hann inni þarna og vel gert hjá Hildi að fylgja á eftir boltanum. “

Eftir brasið í fyrri hálfleik náði lið Íslands þó ögn betri tökum í þeim síðari og betra valdi á leiknum.

„Þær breyttu eitthvað aðeins en voru samt enn góðar á boltann og erfitt að verjast þeim. En við vorum þéttar fyrir í síðari hálfleik og sigldum þessu heim.“

Sagði Karólína en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

„“
Athugasemdir
banner