Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
   fös 01. desember 2023 22:54
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Karólína Lea í leik kvöldsins
Karólína Lea í leik kvöldsins
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gleðin var ósvikinn hjá liði Íslands eftir dýrmætan 2-1 sigur liðsins á Wales í kvöld, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir leikmaður Íslands lét bíða eftir sér í viðtal enda upptekin við að fagna í klefanum syngjandi Eurovision slagarann This is my life með liðinu í klefanum að leik loknum. Brosmild og kát mætti hún þó í viðtal og játaði ástæður tafarinnar.

Lestu um leikinn: Wales 1 -  2 Ísland

„Það passar, það var smá partý inn í klefa. Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur.“

Um leikinn sjálfan sagði Karólína sem átti þátt í báðum mörkum Íslands.

„Wales eru mjög góðar á boltann eins og sást. Mikið að spila þríhyrninga þannig að þetta var mjög erfiður leikur. Mér fannst við geri virkilega vel hvað varðar hlaup á bakvið línu og svoleiðis þannig að þegar við vorum með boltann þá höfðum við möguleikann að setja hann afturfyrir vörn þeirra. sem hefur vantað í síðustu leikjum.“

Lið Íslands átti þó í talsverðu basli fram að fyrsta marki leiksins og óhætt að segja að það hafi í raun komið gegn gangi leiksins. Mikill léttir að ná að skora fyrsta markið?

„Það er alltaf léttir að skora. Við erum oft góðar í að skora upp úr engu en það var gríðarlega sætt að sjá hann inni þarna og vel gert hjá Hildi að fylgja á eftir boltanum. “

Eftir brasið í fyrri hálfleik náði lið Íslands þó ögn betri tökum í þeim síðari og betra valdi á leiknum.

„Þær breyttu eitthvað aðeins en voru samt enn góðar á boltann og erfitt að verjast þeim. En við vorum þéttar fyrir í síðari hálfleik og sigldum þessu heim.“

Sagði Karólína en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

„“
Athugasemdir
banner