Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fös 01. desember 2023 22:54
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Karólína Lea í leik kvöldsins
Karólína Lea í leik kvöldsins
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gleðin var ósvikinn hjá liði Íslands eftir dýrmætan 2-1 sigur liðsins á Wales í kvöld, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir leikmaður Íslands lét bíða eftir sér í viðtal enda upptekin við að fagna í klefanum syngjandi Eurovision slagarann This is my life með liðinu í klefanum að leik loknum. Brosmild og kát mætti hún þó í viðtal og játaði ástæður tafarinnar.

Lestu um leikinn: Wales 1 -  2 Ísland

„Það passar, það var smá partý inn í klefa. Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur.“

Um leikinn sjálfan sagði Karólína sem átti þátt í báðum mörkum Íslands.

„Wales eru mjög góðar á boltann eins og sást. Mikið að spila þríhyrninga þannig að þetta var mjög erfiður leikur. Mér fannst við geri virkilega vel hvað varðar hlaup á bakvið línu og svoleiðis þannig að þegar við vorum með boltann þá höfðum við möguleikann að setja hann afturfyrir vörn þeirra. sem hefur vantað í síðustu leikjum.“

Lið Íslands átti þó í talsverðu basli fram að fyrsta marki leiksins og óhætt að segja að það hafi í raun komið gegn gangi leiksins. Mikill léttir að ná að skora fyrsta markið?

„Það er alltaf léttir að skora. Við erum oft góðar í að skora upp úr engu en það var gríðarlega sætt að sjá hann inni þarna og vel gert hjá Hildi að fylgja á eftir boltanum. “

Eftir brasið í fyrri hálfleik náði lið Íslands þó ögn betri tökum í þeim síðari og betra valdi á leiknum.

„Þær breyttu eitthvað aðeins en voru samt enn góðar á boltann og erfitt að verjast þeim. En við vorum þéttar fyrir í síðari hálfleik og sigldum þessu heim.“

Sagði Karólína en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

„“
Athugasemdir
banner
banner