Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   fös 01. desember 2023 21:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Sterkur sigur hjá Köln
Davie Selke (t.h.)
Davie Selke (t.h.)
Mynd: EPA

Darmstadt 0 - 1 Koln
0-1 Davie Selke ('60 )


Köln vann sinn fyrsta útileik í þýsku deildinni í kvöld þegar liðið mætti Darmstadt.

Köln hefur skorað fæst mörk í deildinni en Darmstadt hefur fengið á sig flest. Fyrir leikinn var Köln í næst neðsta sæti og Darmstadt í sætinu fyrir ofan sem er umspilssæti um áframhaldandi veru í deildinni.

Köln fékk hornspyrnu eftir klukkutíma leik og boltinn barst yfir á fjærstöngina þar sem Davie Selke var mættur og setti boltann í netið.

Það reyndist eina mark leiksins og því sterkur sigur Köln staðreynd. Liðið fór upp fyrir Darmstadt með þessum sigri en liðin eru jöfn að stigum.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 11 10 1 0 41 8 +33 31
2 RB Leipzig 11 8 1 2 22 13 +9 25
3 Leverkusen 11 7 2 2 27 15 +12 23
4 Dortmund 11 6 4 1 19 10 +9 22
5 Stuttgart 11 7 1 3 20 15 +5 22
6 Eintracht Frankfurt 11 6 2 3 27 22 +5 20
7 Hoffenheim 11 6 2 3 22 17 +5 20
8 Union Berlin 11 4 3 4 14 17 -3 15
9 Werder 11 4 3 4 15 20 -5 15
10 Köln 11 4 2 5 20 19 +1 14
11 Freiburg 11 3 4 4 15 20 -5 13
12 Gladbach 11 3 3 5 16 19 -3 12
13 Augsburg 11 3 1 7 15 24 -9 10
14 Hamburger 11 2 3 6 9 17 -8 9
15 Wolfsburg 11 2 2 7 13 21 -8 8
16 St. Pauli 11 2 1 8 9 21 -12 7
17 Mainz 11 1 3 7 11 19 -8 6
18 Heidenheim 11 1 2 8 8 26 -18 5
Athugasemdir
banner
banner