Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   þri 02. janúar 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórdís Elva: Fannst ég stíga svakalega upp hjá Val og lærði ógeðslega margt
Kvenaboltinn
Ég kom bara tíu sinnum sterkara inn í næsta tímabil sem var frábært
Ég kom bara tíu sinnum sterkara inn í næsta tímabil sem var frábært
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jöfnunarmarkinu gegn Þrótti fagnað í sumar.
Jöfnunarmarkinu gegn Þrótti fagnað í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Góður skotmaður.
Góður skotmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Það leggst mjög vel í mig, mjög spennandi tækifæri. Umboðsmaðurinn hafði samband við mig og sagði frá áhuga Växjö og ég fór að skoða þetta," sagði Þórdís Elva Ágústsdóttir sem í síðasta mánuði samdi við sænska félagið Växjö eftir að hafa leikið með Val undanfarin ár.

Miðjumaðurinn er 23 ára, uppalin í Haukum en hefur einnig leikið með Fylki á sínum ferli.

„Það er heillandi hvernig félagið er að byggja hlutina upp, hver plönin þar eru og bærinn heillaði mig líka. Þetta er ekkert risa stór bær, krúttlegur og ég held að þetta sé mjög fínt."

„Þetta tók smá tíma, maður ákveður ekkert svona skref á 0.1 en þegar ég var búin að ákveða mig þá gekk þetta hratt."

„Já, það kom til greina að vera áfram hjá Val, ég skoðaði það líka. Manni líður vel heima, en ég held að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn fyrir mig (að fara),"
sagði Þórdís sem hafði úr fleiri möguleikum að velja en endaði á að semja við sænska félagið.

Hún er mjög ánægð með tímabilið 2023. „Það gekk mjög vel, liðið var frábært. Við lentum í alls konar, fengum svo inn nýja leikmenn og tímabilið var frábært."

Þórdís skoraði sjálf sex mörk á tímabilinu. „Ég er mjög ánægð með mína frammistöðu. Ég held ég hafi alveg náð að stíga svolítið upp og sýna hvað ég get. Já og nei (kom ég sjálfri mér á óvart). Ég veit alveg hvað ég get. Mér fannst ég nýta tækifærin vel 2022 og vissi alveg að ég væri tilbúin að koma inn og vera þessi leikmaður sem gat 'deliverað'. Liðið var líka bara frábært; þegar þú ert að spila með svona góðum leikmönnum þá ganga hlutirnir bara vel."

„Einu vonbrigðin eru að komast ekki lengra í Meistaradeildinni. Við hefðum verið til í að vera í riðlakeppninni núna og tímabilið væri ennþá í gangi."

„Ég er mjög ánægð hvernig tíminn hjá Val þróaðist. Mér fannst á þessum tveimur árum ég stíga svakalega upp og lærði ógeðslega margt. Hjá Val er frábær þjálfun og maður lærir ógeðslega mikið af því að æfa með þessum leikmönnum alla daga og vera í kringum þær."

„Ég kom úr Fylki, liði sem var nýbúið að falla og ég vissi að ég væri ekkert að koma inn í stórt hlutverk og ég þyrfti að sanna mig. Fyrsta árið fór svolítið mikið í það. Ég var ánægð hvernig ég höndlaði og tæklaði það. Ég kom bara tíu sinnum sterkara inn í næsta tímabil sem var frábært."


Plús ef það kemur
Þórdís á að baki tíu leiki fyrir yngri landsliðin. Þar af eru þrír með U23. Eru einhverjir landsliðsdraumar?

„Auðvitað er það alltaf frábært og mikill pláss og örugglega ógeðslega gaman ef maður fær tækifærið. En maður er fyrst og fremst í fótbolta af því manni finnst þetta ógeðslega gaman. Maður æfir og vinnur í markmiðinu með liðinu. Svo er hitt plús ef það kemur," sagði Þórdís.
Athugasemdir