Íslands- og bikarmeistararar Víkings unnu 5-0 sigur á Dalvík/Reyni í A-deild Lengjubikarsins í dag.
Daði Berg Jónsson og Danijel Dejan Djuric komu Víkingum í tveggja marka forystu í fyrri hálfleiknum og bætti liðið síðan við þremur mörkum í síðari.
Ari Sigurpálsson skoraði tvö og þá gerði Pablo Punyed eitt mark, en þessi sigur kom Víkingum á toppinn í riðli 4 með 9 stig. Víkingar hafa því klárað alla leiki sína og bíða nú og sjá hvort það verði nóg til að komast áfram.
Ungt lið KR-inga tapaði þá fyrir Þór, 4-0, í riðli 3 í Boganum í dag. Margir reyndustu leikmenn KR-inga voru ekki með og nýttu heimamenn sér það til hins ítrasta.
Þórsarar leiddu með þremur mörkum í hálfleik og kláruðu síðan dæmið í síðari. Aron Ingi Magnússon, Marc Rochester Sörensen, Fannar Daði Malmquist Gíslason og Bjarki Þór Viðarsson gerðu mörk Þórsara, sem eru á toppnum með 12 stig, þremur meira en KR sem er í öðru.
Í B-deildinni voru tveir leikir að klárast. Höttur/Huginn og Magni gerðu 1-1 jafntefli. Í sama riðli vann KFA 6-2 sigur á Völsungi, þar sem þeir Marteinn Már Sverrisson og Tómas Atli Björgvinsson skoruðu báðir tvö mörk.
KFA er á toppnum með 9 stig, Magni í þriðja sæti með 4 stig, Höttur/Huginn í fjórða með 2 stig og Völsungur á botninum með aðeins eitt stig.
A-deild:
Dalvík/Reynir 0 - 5 Víkingur R.
0-1 Daði Berg Jónsson ('27 )
0-2 Danijel Dejan Djuric ('31 )
0-3 Ari Sigurpálsson ('48 )
0-4 Pablo Oshan Punyed Dubon ('51 )
0-5 Ari Sigurpálsson ('90 )
Þór 4 - 0 KR
Mörk Þórs: Aron Ingi Magnússon, Bjarki Viðarsson, Fannar Daði Malmquist Gíslason og Marc Rochester Sörensen.
B-deild:
Höttur/Huginn 1 - 1 Magni
1-0 Heiðar Logi Jónsson ('22 )
1-1 Sigurður Brynjar Þórisson ('65 )
KFA 6 - 2 Völsungur
1-0 Marteinn Már Sverrisson ('5 )
2-0 Þór Sigurjónsson ('10 )
3-0 Tómas Atli Björgvinsson ('16 )
3-1 Benedikt Kristján Guðbjartsson ('36 )
4-1 Marteinn Már Sverrisson ('56 )
5-1 Þór Sigurjónsson ('71 )
6-1 Ólafur Bernharð Hallgrímsson ('74 )
6-2 Rafnar Máni Gunnarsson ('90 )
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir