Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 02. maí 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Mourinho bannar samfélagsmiðla á ákveðnum tímum
Mourinho vill að leikmenn einbeiti sér minni að samfélagsmiðlunum.
Mourinho vill að leikmenn einbeiti sér minni að samfélagsmiðlunum.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur bannað leikmönnum að setja myndir af æfingum á samfélagsmiðla tveimur sólarhringum fyrir leiki.

Mourinho hefur einnig bannað leikmönnum að setja myndir úr liðsrútu Manchester United á samfélagsmiðla fyrir leiki.

Margir leikmenn Manchester United eru duglegir á Twitter, Facebook, Snapchat og Instagram.

Mourinho vill að leikmenn haldi einbeitingu fyrir leiki og að auki vill hann passa upp á að upplýsingar leki ekki út til fjölmiðla, til dæmis varðandi meiðsli leikmanna.

Í síðustu viku var Mourinho ósáttur við Instagram færslu Ander Herrera úr búningsklefa United en hana má sjá hér að neðan. Í kjölfarið hefur Mourinho sett skýrar reglur með samskiptamiðla.

Happy birthday and I hope you have enjoyed the cake in your face 😆😆 @juanmatagarcia

A post shared by Ander Herrera (@anderherrera) on


Athugasemdir
banner
banner