Magnús Ingi Einarsson, leikmaður Selfoss var sklijanlega kátur með jöfnunarmarkið sitt gegn HK í kvöld en það kom á lokasekúndum leiksins.
Lestu um leikinn: HK 1 - 1 Selfoss
,,Tilfinningin er mjög góð. Þetta var flottur bolti frá Gústa inn í og ég sneiddi hann framhjá markmanninum."
,,Hann ætlaði út í boltann en ég stakk mér fyrir framan hann."
Magnús telur að Selfoss liðið geti náð lengra en í fyrra.
,,Mér líst vel á framhaldið og við getum náð langt. Við stefnum að því að ná lengra en í fyrra," sagði Magnús.
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.
Athugasemdir























