Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
Jói Hreiðars: Þær fengu of auðveld færi
Matti Guðmunds: Þetta átti að enda með marki
Donni: Reynir á að sýna kjark og dug
Ashley Brown um endurkomu til Íslands: Svo frábært að ég þurfti að koma aftur
Guðni Eiríksson: Sem betur fer þá hefur FH liðið að einhverju að keppa
Óskar Smári: Eina liðið sem vinnur leik komandi inn í neðri hlutann
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
   sun 02. júní 2019 17:19
Ívan Guðjón Baldursson
Jónsi: Ásta ekki þekkt fyrir að dýfa sér
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Jón Stefán Jónsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Tindastól, var kátur með sigur gegn Augnablik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag.

Tindastóll var 0-1 yfir í leikhlé en Augnablik átti góðan seinni hálfleik og náði að jafna. Stólarnir náðu þó að pota inn sigurmarki og höfðu betur að lokum, 1-2.

„Ég var mjög stressaður, þetta var jafn leikur sem datt okkar megin í dag," sagði Jónsi.

Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Augnabliks, var ekki sáttur með dómaraákvörðun sem kom á lokakafla leiksins í stöðunni 1-1. Línuvörðurinn flaggaði brot og vildi Vilhjálmur fá vítaspyrnu en dómarinn ósammála.

Jónsi er sammála kollega sínum og viðurkenndi fúslega að þetta hafi líklegast átt að vera vítaspyrna. Það var engin önnur en Ásta Árnadóttir, fædd 1983, sem féll innan vítateigs. Hún lék fyrir Þór/KA, Val og Tyresö á ferlinum auk þess að eiga 36 A-landsleiki að baki.

„Ég sá þetta ekki vel en ég hefði ekki sagt orð ef hann hefði dæmt víti, miðað við mitt sjónarhorn. Ég var mjög feginn að hann dæmdi það ekki, við megum alveg vera heppin líka.

„Það segja allir að þetta hafi verið vítaspyrna og svo er Ásta ekki beinlínis þekkt fyrir að dýfa sér."

Athugasemdir
banner