Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 02. júní 2020 21:49
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti Benfica: David Luiz er að framlengja við Arsenal
Mynd: Getty Images
Framtíð brasilíska varnarmannsins David Luiz virðist vera ákveðin. Forseti Benfica segir hann vera búinn að samþykkja eins árs samningsframlengingu við Arsenal.

Samningur Luiz við Arsenal rennur út í sumar en þessi skrautlegi varnarmaður er orðinn 33 ára gamall. Arsenal keypti hann óvænt af Chelsea í fyrra fyrir átta milljónir punda.

Talið var að Mikel Arteta teldi sig ekki hafa not fyrir Luiz á næstu leiktíð og var miðvörðurinn orðaður við endurkomu til Benfica, þar sem hann gerði garðinn frægan undir lok síðasta áratugar.

„Samband okkar er eins og samband föðurs og sonar. Við spjölluðum saman í gær og þá var hann á leiðinni að skrifa undir samning við Arsenal," sagði Luis Filipe Vieira, forseti Benfica.

„Hann elskar Benfica en við getum ekki boðið samkeppnishæf laun fyrir hann. Ef hann vill koma hingað á næsta eða þarnæsta ári þá tökum við honum með opnum örmum þó hann verði orðinn 35 ára gamall.

„Hann fær sjö eða átta milljónir á tímabil en hjá okkur væri það bara ein milljón. Sem faðir myndi ég segja við son minn: 'Nei, ekki vera brjálaður. Þú verður að taka peninginn!'"

Athugasemdir
banner