Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
   fös 02. júní 2023 22:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Arnar mjög pirraður: Minnti á æfingu hjá Willum í gamla daga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Víkingar fagna marki í kvöld.
Víkingar fagna marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vægast sagt pirraður eftir dramatískt jafntefli gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í kvöld.

Víkingar komust í 0-2 í fyrri hálfleik og virtust vera að sigla sigrinum heim í Fossvoginn, en Blikar skoruðu tvisvar í uppbótartímanum og jöfnuðu metin.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.

„Þetta er ósanngjarnt, ógeðslegt, ömurlegt, hræðilegt, katastrófa og allur þann pakki. Ég vorkenni strákunum, ég virkilega vorkenni þeim," sagði Arnar við Fótbolta.net eftir leik.

Jöfnunarmark Víkinga kom 40 sekúndum eftir að uppgefinn uppbótartími hafði klárast, en Blikar skoruðu fyrr í uppbótartímanum.

„Ef uppbótartíminn heldur endalaust áfram þangað til hitt liðið skorar... þetta minnir mann á æfingu með Willum Þór í gamla daga hjá KR. Liðið hans var alltaf að tapa og við spiluðum í tvo klukkutíma, þangað til að hans lið vann og þá gátu allir farið heim. Þetta er hlægilegt," sagði Arnar en hann var ósáttur við dómgæsluna.

„Eftir 76 mínútur fengu Blikar sitt fyrsta spjaldið í leiknum og við máttum ekki komast upp með neitt. Gaurinn hefur aldrei horft á leik í ensku úrvalsdeildinni, hann leyfði okkur ekki neitt. Hann var bara lélegur í dag," sagði Arnar um Ívar Orra, dómara. „Hann var ekki þessum leik til sóma."

„Hann gat ekki beðið eftir að flauta þegar Dani kemst einn í gegn í fyrri hálfleik. Ég er virkilega pirraður. Pirraður út í þessa gaura því þeir eru bara búnir að vera lélegir í sumar, virkilega lélegir."

Arnar fór svo yfir nokkur atvik í sumar þar sem hann hefur verið ósáttur með dómgæsluna. „Johan Cruyff sagði að þú eigir að búa til lið svo þú þurfir ekki á dómurum að halda. Það hafa komið ansi mörg atvik í sumar hjá okkur... dómararnir á Íslandi eru að alltof mikil skítaáhrif á leiki, í staðinn fyrir að tvö liðið séu að spila og betra liðið vinni fokking leikinn."

„Ég er orðinn þreyttur á þessu, takið ykkur taki og gerið þetta almennilega," sagði Arnar pirraður en Víkingar geta tekið það með sér jákvætt frá kvöldinu að þeir eru með fimm stiga forskot á toppnum.

„Það er ekkert að því, en við hefðum getað verið með átta stig á Blikana. Við hefðum getað skilið þá eftir í baksýnisspeglinum. Ég veit að þeir voru að fagna eins og heimsmeistarar í lokin en þeir eru fimm stigum á eftir okkur. Við skulum það á hreinu. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta var svo mikið bull í lokin að það hálfa væri nóg," sagði Arnar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner