Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
   fös 02. júní 2023 22:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Arnar mjög pirraður: Minnti á æfingu hjá Willum í gamla daga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Víkingar fagna marki í kvöld.
Víkingar fagna marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vægast sagt pirraður eftir dramatískt jafntefli gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í kvöld.

Víkingar komust í 0-2 í fyrri hálfleik og virtust vera að sigla sigrinum heim í Fossvoginn, en Blikar skoruðu tvisvar í uppbótartímanum og jöfnuðu metin.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.

„Þetta er ósanngjarnt, ógeðslegt, ömurlegt, hræðilegt, katastrófa og allur þann pakki. Ég vorkenni strákunum, ég virkilega vorkenni þeim," sagði Arnar við Fótbolta.net eftir leik.

Jöfnunarmark Víkinga kom 40 sekúndum eftir að uppgefinn uppbótartími hafði klárast, en Blikar skoruðu fyrr í uppbótartímanum.

„Ef uppbótartíminn heldur endalaust áfram þangað til hitt liðið skorar... þetta minnir mann á æfingu með Willum Þór í gamla daga hjá KR. Liðið hans var alltaf að tapa og við spiluðum í tvo klukkutíma, þangað til að hans lið vann og þá gátu allir farið heim. Þetta er hlægilegt," sagði Arnar en hann var ósáttur við dómgæsluna.

„Eftir 76 mínútur fengu Blikar sitt fyrsta spjaldið í leiknum og við máttum ekki komast upp með neitt. Gaurinn hefur aldrei horft á leik í ensku úrvalsdeildinni, hann leyfði okkur ekki neitt. Hann var bara lélegur í dag," sagði Arnar um Ívar Orra, dómara. „Hann var ekki þessum leik til sóma."

„Hann gat ekki beðið eftir að flauta þegar Dani kemst einn í gegn í fyrri hálfleik. Ég er virkilega pirraður. Pirraður út í þessa gaura því þeir eru bara búnir að vera lélegir í sumar, virkilega lélegir."

Arnar fór svo yfir nokkur atvik í sumar þar sem hann hefur verið ósáttur með dómgæsluna. „Johan Cruyff sagði að þú eigir að búa til lið svo þú þurfir ekki á dómurum að halda. Það hafa komið ansi mörg atvik í sumar hjá okkur... dómararnir á Íslandi eru að alltof mikil skítaáhrif á leiki, í staðinn fyrir að tvö liðið séu að spila og betra liðið vinni fokking leikinn."

„Ég er orðinn þreyttur á þessu, takið ykkur taki og gerið þetta almennilega," sagði Arnar pirraður en Víkingar geta tekið það með sér jákvætt frá kvöldinu að þeir eru með fimm stiga forskot á toppnum.

„Það er ekkert að því, en við hefðum getað verið með átta stig á Blikana. Við hefðum getað skilið þá eftir í baksýnisspeglinum. Ég veit að þeir voru að fagna eins og heimsmeistarar í lokin en þeir eru fimm stigum á eftir okkur. Við skulum það á hreinu. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta var svo mikið bull í lokin að það hálfa væri nóg," sagði Arnar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner