Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 02. júní 2023 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild - Kom til greina í þriðja sinn í röð
Ólafur Bjarni Hákonarson (KFG)
Ólafur Bjarni hér í leik með Víkingi Ólafsvík.
Ólafur Bjarni hér í leik með Víkingi Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Bjarni Hákonarson, leikmaður KFG, er leikmaður fjórðu umferðar í 2. deild karla í boði Ice.

Ólafur Bjarni fór með sínum mönnum á Húsavík og átti þar stórleik þar sem hann skoraði þrennu í flottum 1-3 sigri. KFG hefur komið á óvart í upphafi tímabils og er með níu stig í öðru sæti.

„Það koma tveir til greina en ég ætla að velja Ólaf Bjarna," sagði Sverrir Mar Smárason í Ástríðunni þegar rætt var um leikmann umferðarinnar.

Bragi Karl Bjarkason, leikmaður ÍR, skoraði líka þrennu og gerði tilkall til að vinna þessi verðlaun þriðju umferðina í röð.

„Ólafur Bjarni skorar þrjú mörk í 1-3 sigri. ÍR hefði alveg unnið þó Bragi Karl hefði ekki verið þarna. Það er mín pæling í þessu," sagði Sverrir. „Hann skoraði mark með hjólhestaspyrnu."

Hægt er að hlusta á Ástríðuna hér að neðan og í öllum hlaðvarpsveitum.

Bestir í fyrri umferðum:
1. umferð - Björn Axel Guðjónsson (Víkingur Ó.)
2. umferð - Bragi Karl Bjarkason (ÍR)
3. umferð - Bragi Karl Bjarkason (ÍR)
Sagður vera Haaland 2. deildar - „Allt smollið hjá mér núna"
Ástríðan 4. umferð - Víðir með fullt hús og KF enn án stiga
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner