Tilfinningin er frábær, þetta var allt í allt frábær leikur. Það er alltaf gaman að geta skorað, það er eitthvað sem er búið að vanta hjá mér í sumar og gaman að geta komist í markaskónna í dag sagði Eggert Aron Guðmundsson sem átti stórgóðan leik í liði Stjörnunnar sem sigraði KA 4 - 0 í kvöld. Eggert klúðraði dauðafæri á 28. mínútu leiksins og bætti svo upp fyrir það með marki á þeirri 29ndu.
Lestu um leikinn: Stjarnan 4 - 0 KA
Heldur betur, þetta var gott færi sem ég fékk en það var gott að ég náði að klára seinna.
Þú svo geysist upp völlinn hér í seinni hálfleik og ferð framhjá nokkrum KA mönnum og leggur á Emil sem skorar fjórða markið. Geturu aðeins farið í gegnum það með mér.
Ég fæ boltann eftir smá klafs og ég sé móment til að keyra á þá og þeir koma nokkrir en ég næ að standa þetta af mér og síðan er geðveikt að sjá Emil skora þetta mark. Hann á þetta svo sannarlega skilið.
Framhaldið leggst gríðarlega vel í mig. Við erum búnir að vera flottir í síðustu leikjum. Þessi KR leikur er smá undantekning en við verðum tilbúnir á þriðjudaginn þegar við mætum KR aftur í bikarnum.
Nánar er rætt við Eggert Aron hér að ofan