Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   fim 02. júlí 2020 21:55
Anton Freyr Jónsson
Gunni Guðmunds: Við eigum ekki von á honum strax inn
Lengjudeildin
Gunnar Guðmundsson þjálfari Þróttar Reykjavík
Gunnar Guðmundsson þjálfari Þróttar Reykjavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Reykjavík og Þór Akureyri mættust á Eimskipsvellinum í kvöld í 3.umferð Lengjudeildarinnar og höfðu Þórsarar betur 2-0. Alvaro Montejo og Jóhann Helgi skoruðu mörk Þórs og eru Þórsarar með fullt hús stiga en Þróttarar án stiga.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  2 Þór

Gunnar Guðmundsson var svekktur að leikslokum eftir tapið gegn Þór.

„Bara vonbrigði, vonbrigði með frammistöðuna hjá okkur, við vorum ekki góðir í dag. Við gefum tvö mörk í fyrri hálfleik og Þórsararnir bara sterkari en við og við fundum ekki neinar leiðir til að skapa okkur færi heldur á móti þeim. Þórsararnir voru bara betri en við í dag."

Leikurinn var kaflaskiptur en Þórsarar klára Þróttara í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik ná Þróttarar að halda aðeins meira í boltan en ná ekki að finna opnanir á vörn Þórs og var Gunni spurður út í það.

„Já ég meina, það er bara ekki nóg að halda bolta og spila í kringum vörnina, þú verður að skapa þér færi. Við vorum bara ekki nógu grimmir að fara bakvið þá og skapa eitthvað, hreyfingin var ekki nóg í dag hjá liðinu. Það vantaði bara meira frumkvæði hjá okkur í dag heldur en við sýndum. Við höfum engar afsakanir með það, við þurfum bara að girða okkur í brók og mæta klárir í næsta leik."

Dion Acoff er enþá frá vegna meiðsla og Gunnar var spurður út í stöðuna á honum

„Hann verður eitthvað lengur frá, við eigum ekki von á honum strax inn, það gætu verið einhverjar 2 eða 3 vikur í viðbót."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner