Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   fim 02. júlí 2020 21:55
Anton Freyr Jónsson
Gunni Guðmunds: Við eigum ekki von á honum strax inn
Lengjudeildin
Gunnar Guðmundsson þjálfari Þróttar Reykjavík
Gunnar Guðmundsson þjálfari Þróttar Reykjavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Reykjavík og Þór Akureyri mættust á Eimskipsvellinum í kvöld í 3.umferð Lengjudeildarinnar og höfðu Þórsarar betur 2-0. Alvaro Montejo og Jóhann Helgi skoruðu mörk Þórs og eru Þórsarar með fullt hús stiga en Þróttarar án stiga.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  2 Þór

Gunnar Guðmundsson var svekktur að leikslokum eftir tapið gegn Þór.

„Bara vonbrigði, vonbrigði með frammistöðuna hjá okkur, við vorum ekki góðir í dag. Við gefum tvö mörk í fyrri hálfleik og Þórsararnir bara sterkari en við og við fundum ekki neinar leiðir til að skapa okkur færi heldur á móti þeim. Þórsararnir voru bara betri en við í dag."

Leikurinn var kaflaskiptur en Þórsarar klára Þróttara í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik ná Þróttarar að halda aðeins meira í boltan en ná ekki að finna opnanir á vörn Þórs og var Gunni spurður út í það.

„Já ég meina, það er bara ekki nóg að halda bolta og spila í kringum vörnina, þú verður að skapa þér færi. Við vorum bara ekki nógu grimmir að fara bakvið þá og skapa eitthvað, hreyfingin var ekki nóg í dag hjá liðinu. Það vantaði bara meira frumkvæði hjá okkur í dag heldur en við sýndum. Við höfum engar afsakanir með það, við þurfum bara að girða okkur í brók og mæta klárir í næsta leik."

Dion Acoff er enþá frá vegna meiðsla og Gunnar var spurður út í stöðuna á honum

„Hann verður eitthvað lengur frá, við eigum ekki von á honum strax inn, það gætu verið einhverjar 2 eða 3 vikur í viðbót."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner