Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fim 02. júlí 2020 21:55
Anton Freyr Jónsson
Gunni Guðmunds: Við eigum ekki von á honum strax inn
Lengjudeildin
Gunnar Guðmundsson þjálfari Þróttar Reykjavík
Gunnar Guðmundsson þjálfari Þróttar Reykjavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Reykjavík og Þór Akureyri mættust á Eimskipsvellinum í kvöld í 3.umferð Lengjudeildarinnar og höfðu Þórsarar betur 2-0. Alvaro Montejo og Jóhann Helgi skoruðu mörk Þórs og eru Þórsarar með fullt hús stiga en Þróttarar án stiga.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  2 Þór

Gunnar Guðmundsson var svekktur að leikslokum eftir tapið gegn Þór.

„Bara vonbrigði, vonbrigði með frammistöðuna hjá okkur, við vorum ekki góðir í dag. Við gefum tvö mörk í fyrri hálfleik og Þórsararnir bara sterkari en við og við fundum ekki neinar leiðir til að skapa okkur færi heldur á móti þeim. Þórsararnir voru bara betri en við í dag."

Leikurinn var kaflaskiptur en Þórsarar klára Þróttara í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik ná Þróttarar að halda aðeins meira í boltan en ná ekki að finna opnanir á vörn Þórs og var Gunni spurður út í það.

„Já ég meina, það er bara ekki nóg að halda bolta og spila í kringum vörnina, þú verður að skapa þér færi. Við vorum bara ekki nógu grimmir að fara bakvið þá og skapa eitthvað, hreyfingin var ekki nóg í dag hjá liðinu. Það vantaði bara meira frumkvæði hjá okkur í dag heldur en við sýndum. Við höfum engar afsakanir með það, við þurfum bara að girða okkur í brók og mæta klárir í næsta leik."

Dion Acoff er enþá frá vegna meiðsla og Gunnar var spurður út í stöðuna á honum

„Hann verður eitthvað lengur frá, við eigum ekki von á honum strax inn, það gætu verið einhverjar 2 eða 3 vikur í viðbót."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner