Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 02. ágúst 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ndombele eftirsóttur en Tottenham vill ekki selja hann
Tanguy Ndombele.
Tanguy Ndombele.
Mynd: Getty Images
Tanguy Ndombele náði ekki að standast væntingar á sínu fyrsta tímabili hjá Tottenham.

Franski miðjumaðurinn var keyptur frá Lyon fyrir 63 milljónir punda síðasta sumar og varð þar með dýrasti leikmaður í sögu Spurs. Hann stóð ekki undir verðmiðanum á sínu fyrsta tímabili og meiðslu settu strik í reikinginn hvað það varðar.

Að sögn Sky Sports hefur ítalska úrvalsdeildarfélagið Inter sett sig í samband við Spurs og lýst yfir áhuga á Ndombele.

Inter gæti boðið leikmenn eins og Marcelo Brozovic, Ivan Perisic og Milan Skriniar í skiptum fyrir Ndombele, en Tottenham vill ekki selja hann.

Þrátt fyrir erfitt fyrsta tímabil þá hefur Spurs ekki gefist upp á Ndombele og vill gefa honum tíma til að aðlagast enskum fótbolta. Inter þarf að gera ansi gott tilboð ef Tottenham á að hugsa um að selja hann.
Athugasemdir
banner
banner