Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. ágúst 2021 12:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sambandsdeildin: Breiðablik gæti mætt Limassol eða Qarabag
Úr leik Breiðabliks og Racing Union.
Úr leik Breiðabliks og Racing Union.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var dregið í síðustu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í dag. Breiðablik er eina íslenska félagið sem er eftir í Sambandsdeildinni.

Breiðablik mætir Aberdeen 5. og 12. ágúst, það lið sem vinnur þá viðureign mætir síðan AEL Limassol frá Kýpur eða Qarabağ frá Azerbaijan í umspili um sæti í riðlakeppninni.

Fyrri leikurinn fer fram ytra þann 19 ágúst og síðari leikurinn þann 26. ágúst.

Breiðablik gerði gríðarlega vel í síðustu umferð er liðið sló Austria Vín úr leik.

22 lið fara áfram í riðlakeppnina úr Sambandsdeildinni og tíu önnur lið sem falla úr leik í Evrópudeildinni fara í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Fyrri leikur Breiðabliks og Aberdeen verður á fimmtudaginn hér á landi.
Athugasemdir
banner
banner
banner