Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   fös 02. ágúst 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Solanke á óskalista Tottenham
Mynd: Getty Images

Dominic Solanke, framherji Bournemouth, er á óskalista Tottenham en frá þessu greinir Fabrizio Romano.


Solanke, sem er 26 ára gamall, hefur verið gríðarlega eftirsóttur í sumar eftir frábært tímabil með Bournemouth á síðustu leiktíð.

Hann skorað 19 mörk fyrir liðið á síðustu leiktíð í úrvalsdeildinni þar sem liðið hafnaði í 12. sæti.

Greint hefur verið frá því að Solanke sé með 65 milljón punda söluákvæði í samningi sínum sem gildir þó einungis fyrir stórlið í úrvalsdeildinni.

Romano greinir frá því að Tottenham sé að skoða það að fá framherja og vængmann í sumar.


Athugasemdir
banner