Alex Freyr Hilmarsson fyrirliði skoraði sigurmark ÍBV gegn KR er liðin mættust í klassískum Þjóðhátíðarslag í Vestmannaeyjum.
Lestu um leikinn: ÍBV 2 - 1 KR
Alex Freyr skoraði sigurmarkið á 90. mínútu til að tryggja dýrmætan sigur í fallbaráttunni. Eyjamenn eru núna fjórum stigum fyrir ofan KR sem situr óvænt í fallsæti.
„Tilfinningin er frábær, sérstaklega að ná loksins að skora í leiknum. Við vorum búnir að fá helvíti mikið af góðum færum sem duttu ekki inn. Þetta eru mikilvæg stig fyrir okkur," sagði Alex að leikslokum.
„Þetta var geggjað. Geggjaður dagur og frábær byrjun á þessari veislu sem er að fara að vera um helgina."
Athugasemdir