Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
   lau 02. ágúst 2025 17:20
Ívan Guðjón Baldursson
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR svaraði spurningum eftir tap í Þjóðhátíðarleiknum í Vestmannaeyjum í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 KR

ÍBV vann leikinn 2-1 með dramatísku sigurmarki á lokamínútunum, en Óskar telur sína menn ekki hafa verið nægilega góða til að verðskulda neitt annað en tap í Eyjum.

„Við fengum það sem við áttum skilið. Ég hef stundum staðið hérna eftir leik og verið með tilfinninguna að við höfum ekki fengið það sem við höfum átt skilið, en í þetta skiptið vorum við ekki nógu góðir. Við gerðum ekki nóg. Við vorum kærulausir með boltann og spiluðum upp í hendurnar á þeim, það er erfitt að tapa boltanum á slæmum stöðum gegn liði eins og ÍBV sem er með feykilega fljóta leikmenn," sagði Óskar, sem var miklu ánægðari með fyrri hálfleikinn heldur en þann seinni.

„ÍBV átti sigurinn skilið. Þeir voru minna með boltann og áttu færri sendingar og allt það en þeir tóku það sem við gáfum þeim og nýttu það vel. Þeir hefðu getað verið búnir að skora fyrr. Þetta var sanngjarnt hérna í dag. Það vantaði orku í okkur og betri ákvarðanatöku."

Tryggvi Guðmundsson spjallaði við Óskar Hrafn að leikslokum en þeir voru liðsfélagar í KR á tíunda áratuginum og ræddu um slæma stöðu KR á töflunni.

„Auðvitað er það sárt enda geri ég ekki mikið af því að líta á töfluna þessi dægrin. Það er mikilvægt fyrir okkur að vera staðfastir, ég þarf að vera staðfastur á því að þetta er langtímaverkefni. Það eru engar skyndilausnir, þú getur ekki stytt þér leið. Þannig er það bara. Það veldur mér meiri áhyggjum hversu döpur frammistaðan var heldur en að við töpuðum leiknum."

KR er afar óvænt í fallbaráttu sem stendur, í næstneðsta sæti með 17 stig eftir 17 umferðir. Hvað finnst Óskari um tilhugsunina að fara mögulega niður í Lengjudeild?

„Ég held það sé röng nálgun að hugsa þetta út frá verstu mögulegu útkomu. Við erum ekkert of góðir frekar en önnur lið til að falla um deild. Ef það er það sem þarf til að vekja okkur þá verðum við bara að vera menn til að taka því, en ég get ekki gengið um bæinn ef ég vakna á morgnana hræddur við að fara niður í Lengjudeildina.

„Við verðum að vera jákvæðir og hugsa frekar um bestu mögulegu útkomuna heldur en þá verstu."

Athugasemdir
banner