Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mið 02. september 2015 15:00
Elvar Geir Magnússon
Rúrik Gísla: Þurftum að hlaupa upp eitthvað fjall
Icelandair
Rúrik í upphitun á Amsterdam Arena fyrir æfingu í morgun.
Rúrik í upphitun á Amsterdam Arena fyrir æfingu í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Ég held að flestir Íslendingar hafi beðið lengi eftir þessum leik. Það er mikill áhugi og spenna fyrir þessum leik," segir Rúrik Gíslason, leikmaður íslenska landsliðsins, í viðtali við Magnús Má Einarsson.

„Hollendingar verða að vinna þennan leik og við búumst við þeim dýrvitlausum en vonandi verður þessi leikur skemmtilegur og mikið fyrir augað."

„Það er komin fín reynsla í okkur og við eldumst hratt. Við erum að mæta stóru liði á stórum velli en erum álíka yfirvegaðir sama hver andstæðingurinn er."

Rúrik viðurkennir að hann hefði viljað spila meira en hann hefur gert í þessari undankeppni.

„Auðvitað langar mér að spila sem mest en ég ætla ekki að fara í fýlu eða grenja. Ég verð bara klár þegar þeir þurfa á mér að halda."

Rúrik segist vera í toppstandi enda mikið æft hjá Nürnberg, þýska félaginu sem Rúrik fór í fyrr á árinu.

„Þjóðverjum finnst gaman að æfa mikið, lengi og oft. Mér finnst það líka gaman. Undirbúningstímabilið var erfitt og ég veit ekki hversu marga metra við þurftum að hlaupa upp eitthvað fjall í Austurríki."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner