Þegar þú ert með Bjarna Jóhannsson sem þjálfara og Robert Blakala í markinu, þá eru ansi góðar líkur á því að þú sért að fara upp um deild.
Þetta er blanda sem virkar.
Þetta er blanda sem virkar.
Selfoss tryggði sér sigur í 2. deild um liðna helgi eftir þægilegan sigur gegn Hetti/Hugin. Sumarið hefur verið frábært fyrir Selfyssinga og það var í raun aldrei spurning um að þeir væru að fara upp.
Bjarni Jó tók við liðinu fyrir tímabilið og fór upp í fyrstu tilraun. Í markinu er Robert Blakala en þeir þekkjast vel og náðu merkum áfanga í sumar.
Þeir eru fara saman upp um deild í þriðja sinn með þremur mismunandi liðum, Njarðvík, Vestri og nú Selfoss.
Það er býsna vel gert en karlalið Selfoss leikur í Lengjudeildinni næsta sumar.
Athugasemdir