Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. nóvember 2019 13:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíþjóð: Kolbeinn þakkaði traustið - Djurgarden kom til baka
Stigið dugði Djurgarden til að verða meistari
Kolbeinn þakkaði traustið.
Kolbeinn þakkaði traustið.
Mynd: Getty Images
Gummi Tóta fékk að líta rauða spjaldið gegn verðandi meisturum.
Gummi Tóta fékk að líta rauða spjaldið gegn verðandi meisturum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Lokaumferðin fór fram í sænsku Allsvenskan í dag. Þrjú lið gátu orðið meistari og voru líkurnar með Malmö í leikhléi þegar Djurgarden var 2-0 undir á útivelli gegn Norrköping. Hammarby vonaðist eftir að bæði lið myndu misstíga sig.

Djurgarden kom til baka í seinni hálfleiknum og jafnaði leikinn. Jafnteflið dugði til sigurs í deildinni þar sem liðið hafði þriggja stiga forskot fyrir lokaumferðina. Guðmundur Þórarinsson fékk að líta tvö gul spjöld í leiknum og þar með rautt. Seinna gula spjaldið fékk hann í stöðunni 2-2.

Malmö gjörsigraði Örebro á útivelli, 0-5, Arnór Ingvi spilaði fyrstu 75. mínútur leiksins og skoraði annað mark liðsins. Aron Jóhannsson sat allan tímann á varamannabekk Hammarby sem lagði Häcken, 4-1.

Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði AIK sem lagði Sundsvall, 2-1. Kolbeinn var handtekinn í vikunni en byrjaði leikinn þrátt fyrir það. Kolbeinn þakkaði traustið og kom AIK í 1-0 með marki á 69. mínútu. Kolbeinn var svo tekinn af velli undir lokin í stöðunni 1-1.

Daníel Hafsteinsson var þá ónotaður varamaður hjá Helsingborg þegar liðið tapaði á heimavelli gegn Elfsborg.
Athugasemdir
banner
banner
banner