Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. desember 2019 22:55
Ívan Guðjón Baldursson
Javier Tebas sagði af sér - Ætlar að ná endurkjöri
Mynd: Getty Images
Javier Tebas, forseti spænsku efstu deildarinnar, er búinn að segja af sér til að reyna að ná endurkjöri.

Tebas, sem er afar umdeildur einstaklingur, var kjörinn sem forseti deildarinnar 2013 og átti næsta kosning að fara fram í október 2020. Nú verður flýtt fyrir kosningunni vegna afsagnarinnar.

„Ég segi af mér sem forseti La Liga til að opna fyrir kosningar. Ég mun reyna að ná endurkjöri til að vera áfram í fjögur ár til viðbótar í þessu starfi," segir í yfirlýsingu frá Tebas.

„Ég segi af mér til að flýta fyrir kosningunni. Það er mikilvægt tímabil að hefjast í pólitíkinni og það er algjört undirstöðuatriði að staða mín sem forseti sé ekki í hættu í komandi viðræðum."

Tebas er ekki vel séður af spænska knattspyrnusambandinu, sem berst reglulega við hann og restina af stjórn La Liga um hin ýmsu málefni. Tebas fékk það í gegn að spila deildarleiki á föstudögum og mánudögum fyrir aukna innkomu í sjónvarpstekjur.

Þá vill hann spila nokkra leiki á hverri leiktíð á erlendri grundu til að auglýsa spænska knattspyrnu og hefur undanfarið verið að reyna að fá leyfi til að spila deildarleik í Miami, Flórída.
Athugasemdir
banner
banner