Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 02. desember 2023 10:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Endo: Úrvalsdeildin erfiðari en ég hélt
Mynd: EPA

Wataru Endo miðjumaður Liverpool segir að enska úrvalsdeildin sé erfiðari en hann bjóst við en þessi þrítugi miðjumaður en staðráðinn í að sanna sig.


Endo gekk til liðs við Liverpool frá Stuttgart fyrir 12 milljónir punda og var fenginn til að reyna fylla skarðið sem Fabinho skildi eftir sig.

Honum hefur hins vegar ekki tekist að spila mikið í úrvalsdeildinni en Alexis Mac Allister hefur leyst stöðuna. Endo hefur fengið tækifæri til að spreyta sig í Evrópudeildinni og enska deildabikarnum.

„Hún er erfiðari en ég hélt en ég er mjög ánægður að vera hérna. Hún er hörð svo það er erfitt að aðlagast en þetta er úrvalsdeildin og ég reyni að halda áfram að spila og ég verð betri. Ég er þrítugur en finnst ég geta bætt mig sem leikmaður svo ég er ánægður að vera hérna," sagði Endo.


Athugasemdir
banner
banner