Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fös 03. febrúar 2023 19:07
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Chelsea og Fulham: Enzo og Mudryk byrja - Ziyech óvænt í liðinu
Enzo Fernandez og Mykhailo Mudryk eru báðir í byrjunarliði Chelsea sem mætir Fulham á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni klukkan 20:00.

Chelsea festi kauo á Enzo undir lok gluggans fyrir metfé en hann kom frá Benfica eftir langar viðræður.

Hann kemur beint inn í byrjunarliðið gegn Fulham. Úkraínski leikmaðurinn Mykhailo Mudryk er einnig í liðinu en þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur hans.

Það vekur athygli að Hakim Ziyech sé í byrjunarliðinu en hann var nálægt því að semja við PSG á láni út tímabilið undir lok gluggans og var í raun mættur til Frakklands til að ganga frá skiptunum en ekkert varð af þeim.

Reece James er þá mættur aftur til baka eftir meiðsli.

Chelsea: Kepa, James, Badiashile, Thiago Silva, Cucurella, Fernandez, Gallagher, Mount, Ziyech, Mudryk, Havertz.

Fulham: Leno, Tete, Diop, Ream, Robinson, Palhinha, Reed, Pereira, Decordova-Reid, Willian, Mitrovic.
Athugasemdir
banner