Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   fös 03. febrúar 2023 14:30
Elvar Geir Magnússon
Porro og Richarlison klárir - Óvíst hvort Conte verði í boðvangnum
Pedro Porro.
Pedro Porro.
Mynd: Tottenham
Cristian Stellini, aðstoðarstjóri Tottenham, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag í fjarveru Antonio Conte sem gekkst undir gallblöðrutöku á miðvikudag. Óvíst er hvort Conte verði á hliðarlínunni þegar Tottenham mætir Manchester City á sunnudag.

„Það er enn óvíst hvenær hann mun koma til baka. Aðgerðin heppnaðist vel. Hann er að jafna sig vel heima hjá sér. Það eru tveir dagar í leik og allt getur gerst. Ákvörðun verður tekin á morgun. Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina mun taka ákvörðun," segir Stellini.

Útilokar ekki að Porro byrji
Tottenham fékk til sín spænska hægri bakvörðinn Pedro Porro í janúarglugganum, hann kom frá Sporting Lissabon. Gæti hann byrjað á sunnudaginn?

„Það gæti komið til greina. Hann er ungur (23 ára) en er með mikla reynslu. Hann hefur spilað í álíka leikkerfi og við og er leikfær. Hann gæti verið notaður um helgina. Hann er frábær leikmaður sem getur bætt sig enn frekar," segir Stellini.

„Við vorum mjög hrifnir af frammistöðu hans þegar við lékum gegn Sporting í Meistaradeildinni."

Richarlison leikfær
Brasilíumaðurinn Richarlison var ekki með í bikarnum um síðustu helgi. „Það voru smávægileg vandamál en hann er leikfær. Hann hefur æft í þessari viku," segir Stellini.

Þá sagði Stellini að Lucas Moura hefði einnig verið að æfa í þessari viku og hefði spilað 45 mínútur með unglingaliðinu. Moura hefur mjög lítið komið við sögu á þessu tímabili vegna meiðsla.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner