Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 03. mars 2021 18:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katar: Aron Einar lagði upp mark í góðum bikarsigri
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lagði upp mark fyrir Al Arabi þegar liðið vann endurkomusigur á Al Sailiya í Emir-bikarnum í Katar í dag.

Það var Al Sailiya sem tók forystuna í leiknum en Al Arabi jafnaði metin á 24. mínútu og var staðan 1-1 í hálfleik.

Aron Einar lagði svo upp mark fyrir Youssef Msakni á 62. mínútu. Fjórum mínútum síðar skoraði Mohamed Salah þriðja mark Al Arabi í leiknum.

Msakni skoraði fjórða markið áður en flautað var til leiksloka og lokatölur 1-4 fyrir Al Arabi sem er komið áfram í undanúrslit Emir-bikarsins.

Al Arabi komst í úrslitaleikinn í þessari keppni á síðasta tímabili og tapaði þá fyrir lærisveinum Xavi í Al Sadd, sem eru einnig komnir áfram í undanúrslit. Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al Arabi og eru þeir Bjarki Már Ólafsson og Freyr Alexandersson aðstoðarmenn hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner