Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   sun 03. mars 2024 21:47
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Meistararnir unnu Juventus með marki á lokamínútunum
Ítalska meistaraliðið Napoli vann frækinn 2-1 sigur á Juventus í Seríu A í kvöld.

Napoli hefur ekki náð að leika eftir afrek síðasta tímabils og væri það í raun algert kraftaverk ef liðið kemur sér í Meistaradeild fyrir næstu leiktíð.

Þrátt fyrir slakt gengi meirihluta tímabils náði liðið að sýna karakter í stórleik helgarinnar.

Georgíumaðurinn Kvicha Kvaratskhelia kom Napoli yfir á 41. mínútu leiksins. Giovanni Di Lorenzo kom með fyrirgjöf inn í teiginn sem Juventus hreinsaði frá, þó ekki lengra en á Kvaratskhelia sem tók boltann viðstöðulaust á lofti og neðst í vinstra hornið. Laglegt mark hjá 'Kvaradona'.

Tæpum tíu mínútum fyrir leikslok jöfnuðu gestirnir með marki frá Federico Chiesa. Hann gerði þetta að mestu upp á eigið einsdæmi, en hann fékk boltann frá Carlos Alcaraz við vítateigslínuna áður en hann skaut föstu skoti neðst í vinstra hornið.

Napoli fékk vítaspyrnu á 86. mínútu leiksins. Brotið var á Victor Osimhen í teignum og staðfesti dómarinn vítaspyrnuna með hjálp VAR. Wojciech Szczesny varði slaka spyrnu Osimhen, en Giacomo Raspadori var fljótur að koma sér inn í teiginn til að setja frákastið í stöng og inn. Það má setja stórt spurningarmerki við staðsetningu varnarmanna Juventus eftir að Szczesny varði spyrnuna, en þrír Napoli menn voru komnir að boltanum áður en Raspadori skoraði.

Það reyndist sigurmark leiksins og er Napoli nú í 7. sæti deildarinnar með 43 stig en Juventus er í 2. sæti, tólf stigum frá toppliði Inter, sem á nota bene, leik til góða.

Úrslit og markaskorarar:

Atalanta 1 - 2 Bologna
1-0 Ademola Lookman ('28 )
1-1 Joshua Zirkzee ('57 , víti)
1-2 Lewis Ferguson ('61 )

Empoli 0 - 1 Cagliari
0-1 Jakub Jankto ('69 )

Frosinone 1 - 1 Lecce
1-0 Walid Cheddira ('45 )
1-1 Michele Cerofolini ('61 , sjálfsmark)

Verona 1 - 0 Sassuolo
1-0 Karol Swiderski ('79 )

Napoli 2 - 1 Juventus
1-0 Khvicha Kvaratskhelia ('42 )
1-1 Federico Chiesa ('81 )
2-1 Giacomo Raspadori ('88 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner
banner