Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 03. apríl 2020 12:33
Magnús Már Einarsson
Segir Óla Jó hafa reynt að taka myndir af æfingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Óli Sigurðsson segir í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag að Ólafur Jóhannesson, annar af þjálfurum Stjörnunnar, hafi ferðast á milli valla á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og reynt að taka myndir af æfingum hjá félögum.

Æfingabann hefur verið frá því 20. mars síðastliðinn. Um síðustu helgi fór af stað umræða um að fjögur félög væru með skipulagðar æfingar en sú umræða reyndist byggð á misskilningi.

Krisján Óli segir að Ólafur hafi verið að fara á velli til að athuga hvort önnur lið séu að æfa.

„Hann hefur greinilega lítið að gera og er að reyna að "busta" vítt og breytt um höfuðbogarsvæðið með því að ná myndum af þeim á æfingum, með mismunandi árangri hef ég heyrt," sagði Kristján Óli í Dr. Football í dag.

Mikael Nikulásson, sérfræðingur Dr. Football, hefur ekki trú á þessari sögu Kristjáns Óla.

„Ég held að þetta sé einhver algjör kjaftasaga með Óla Jó. Ef allir eru að segja satt og rétt frá þá er hann að eyða tímanum sínum í vitleysu með því að fara á tóma gervigrasvelli og taka myndir," sagði Mikael.

Kristján Óli segir að Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, hafi verið á æfingum með Rajko Stanisic, markmannsþjálfara liðsins á Samsung-vellinum í Garðabæ.

Stjarnan var eitt af fyrstu félögunum sem hætti skipulögðum æfingum vegna kórónuveirunnar en félagið hætti æfingum þann 6. mars.
Athugasemdir
banner
banner