Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. apríl 2021 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Rivaldo um Messi: Gæti hjálpað að fá Aguero
Sergio Aguero og Lionel Messi eru góðir félagar
Sergio Aguero og Lionel Messi eru góðir félagar
Mynd: Getty Images
Rivaldo, fyrrum framherji Barcelona og brasilíska landsliðsins, segir að Sergio Aguero gæti verið lykillinn að því að halda Lionel Messi hjá félaginu.

Messi, sem er markahæsti leikmaðurinn í sögu Barcelona, verður samningslaus í sumar en ekki er talið líklegt að hann framlengi samning sinn við félagið.

Hann hefur verið orðaður við Inter Miami, Paris Saint-Germain og Manchester City en Rivaldo telur að það gæti hjálpað að fá Sergio Aguero frá City.

„Það að fá Aguero á frjálsri sölu í sumar gæti verið frábær díll fyrir Barcelona. Hann á í góðu sambandi við Lionel Messi og eftir að Barcelona missti Luis Suarez til Atlético þá myndi Aguero fara beint í byrjunarliðið," sagði Rivaldo.

„Koma hans til félagsins gæti líka hjálpað Joan Laporta, forseta Barcelona, að sannfæra Messi um að vera áfram," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner