Harry Kane framherji Tottenham hefur lengi verið orðaður í burtu frá félaginu. Real Madrid hefur verið nefnt til sögunnar sem næsti áfangastaður.
Carlo Ancelotti, stjóri spænska liðsins var ekki að nenna að ræða um Kane þegar hann var spurður út í hann fyrir lokaleik tímabilsins gegn Athletic Bilbao á morgun.
„Þú hefur roslaegan áhuga á því hvað gerist á næstu leiktíð. Ég er ekki að fara tala um framtíðina. Kane er frábær leikmaður en hann er í Tottenham, við verðum að virða hann," sagði Ancelotti.
„Það verður mikil samkeppni í hópnum á næstu leiktíð. Það er alltaf svoleiðis hjá Real Madrid. Hópurinn verður öðruvísi en samt sem áður mikil samkeppni."
Kane á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham.
Athugasemdir