Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   lau 03. júní 2023 14:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gundogan með fljótasta markið í úrslitum enska bikarsins
Mynd: Getty Images

Manchester City náði forystunni gegn Manchester United í úrslitum enska bikarsins eftir aðeins 13 sekúndur.


Boltinn barst til Ilkay Gundogan sem tók skotið á lofti fyrir utan vítateiginn og skoraði. Stórglæsilegt mark.

Þetta er gríðarlegt högg fyrir United að fá á sig mark svona snemma leiks en þetta er fljótasta markið í sögu úrslitaleiks enska bikarsins.

Hann bætti met Louis Saha sem skoraði eftir 25 sekúndna leik fyrir Everton gegn Chelsea í úrslitum árið 2009.


Athugasemdir
banner
banner